Færsluflokkur: Bloggar

Gamla testamentið eldra en áður var talið?

Nýjustu færslu Trúmál.is má finna á eftirfarandi slóð:

http://trumal.wordpress.com/2010/01/20/gamla-testamenti-eldra-en-ur-var-tali/  


Megakirkjur duglegri í trúboði en aðrar kirkjur?

Nýjasta frétt á Trúmál.is um Megakirkjur í Bandaríkjunum má finna hérna

Smátt og smátt fjölgar skráðum notendum

Eins og sagt var frá fyrir nokkrum dögum opnaði Trúmál.is spjallsvæði í tilraunarskyni til þess að bjóða upp á vettvang til samskipta um trúmál frá sjónarhóli kristinnar trúar, þetta var gert eftir að um hundrað lesendur höfðu stutt tillögu þess efnis í netkönnun á síðunni. Spjallsvæðið má finna á slóðinni http://trumal.phpbb.net

Hægt og rólega bætast við notendur, en við hvetjum alla sem áhuga hafa á slíku spjalli að kynna sér málið og skrá sig. Nota þarf fullt nafn sem notendanafn (með eða án íslenskra stafa) við skráningu, en spjallið er að hluta til lokað nema fyrir skráða notendur.


Trúmál.is opnar spjallsvæði

Þá hefur Trúmál.is sett upp lítið spjallborð á vefsvæðinu http://trumal.phpbb.net Markmiðið með spjallborðinu er að hægt sé að hafa jákvæð og uppörvandi skoðanaskipti um trúmál og eins og annað sem tengist trúmál.is er áherslan lögð á kristilega sjónarhornið. Á spjallsvæðinu er einnig frábær vettvangur til þess að deila hugmyndum, pælingum og lífsreynslum og jafnvel að læra eitthvað nýtt í leiðinni.

Spjallsvæðinu er enn sem komið er skipt í 3 flokka:

  • Trúmál.is - sem er opið aflestrar öllum og er fyrst og fremst hugsað fyrir umfjallanir sem tengjast vefsíðunni Trúmál.is - ekki er hægt að skrifa innlegg nema að vera skráður notandi.
  • Spjall - sem er í rauninni aðalvettvangur fyrir skoðanaskiptinn. Þetta svæði er lokað óskráðum notendum og sést því ekki fyrr en búið er að skrá sig inn á spjallsíðuna.
  • Ritstjórn - er opið öllum til aflestrar og er aðallega hugsað til þess að koma tilkynningum á framfæri við notendur spjallsvæðisins. Einnig er hægt að koma fram ábendingum til ritstjórnar um málefni sem tengjast ritstjórn síðunnar.

Hægt er að skrá sig á síðuna með því að fara velja register. Allar skráningar þurfa að fá samþykki áður en viðkomandi fær fullan aðgang að spjallsvæðinu og til þess að minnka líkurnar á ókurteisi eins og stundum vill eiga sér stað á netsíðum, hefur verið ákveðið að skráðir notendur þurfi að nota fullt nafn sem notendanafn (annaðhvort með eða án íslenskra stafa).  Þannig að skráningum undir dulnöfnum verður hafnað.

Um er að ræða tímabundna tilraun hjá Trúmál.is og munum við í framhaldinu, seinna á árinu meta það hvernig þetta verkefni hefur gengið og hvort að forsenda sé fyrir því að halda þessu áfram. Við vonum að sjálfsögðu að þetta megi vera jákvæður vettvangur fyrir skoðanaskipti innan hins kristna samfélags á Íslandi í dag.

Spjallborðið má finna hérna og hægt er að komast á skráningarsíðuna með því að velja register ofarlega hægramegin á spjallsvæðinu.

-Ritstjórn Trúmál.is


Auglýsing bönnuð vegna þess að hún var "Pro-life"?

Nýjasta frétt á Trúmál.is er myndband af Superbowl auglýsingu sem ekki var birt vegna þess að hún snýr að fóstureyðingum. Fréttina má sjá hérna.

Bókakynningar frá Glætunni á Trúmál.is

Trúmál.is mun nú í framtíðinni reglulega birta áhugaverðar bókakynningar frá Glætunni um kristilegar bækur sem þar er að finna. Fyrstu bókakynninguna má finna þar núna og hvetjum við alla til þess að líta við. Einnig hefur nú þegar safnast mikið efni inn á síðuna og þökkum við öllum þeim sem leggja síðunni lið með áhugaverðu efni, upplýsingum um atburði, greinum, tenglum og fréttum. Við að sjálfsögðu hvetjum ykkur áframhaldandi og aðra til að hafa samband og deila þessum hlutum með okkur. Guð blessi ykkur.

-Ritstjórn Trúmál.is


Trúmál.is, favorites og RSS

Við hvetjum þá sem hafa áhuga á að fylgjast náið með því sem er að gerast á Trúmál.is að RSS-a síðuna, setja hana í favorites eða jafnvel að setja tengil inn á bloggið sitt.

Vefsíða Trúmál.is er http://www.trumal.is og RSS-ið er http://trumal.wordpress.com/feed

 


Trúmál.is komið af stað

Jæja þá er Trúmál.is búin að vera í prufukeyrslu í nokkra mánuði og nú í Febrúar verður síðan, ef allt gengur eftir komin á fullt.

Við höfum ákveðið að opna einnig lítið moggablog sem mun einstaka sinnum birta áhugaverðar greinar sem birtar hafa verið á www.trumal.is sem og að birta greinar sem kunna að tengjast einstaka fréttum hjá Morgunblaðinu.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband